Dómsmálaráðuneyti

Endurupptökunefnd

Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Dómsmálaráðherra skipar í nefndina í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013.
Sjá nánar um endurupptökunefnd á vef nefndarinnar, endurupptokunefnd.is

Kærunefnd útlendingamála

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hóf störf 1. janúar 2015 í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru vorið 2014 á lögum um útlendinga nr. 96/2002. Með lagabreytingunni var almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál færð frá innanríkisráðherra til hinnar nýju kærunefndar. Við úrlausn mála hefur kærunefnd útlendingamála sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Dómsmálaráðherra skipar kærunefnd útlendingamála til fimm ára í senn.

Mannanafnanefnd

Um mannanafnanefnd gilda ákvæði 21. - 23. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996
Dómsmálaráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum heimspekideildar Háskóla Íslands, lagadeildar Háskóla Íslands og Íslenskrar málnefndar. Netfang: mannanafnanefnd@irr.is

Matsnefnd eignarnámsbóta

Matsnefnd eignarnámsbóta starfar skv. lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Skv. 1. mgr. 2. gr. nefndra laga sker nefndin úr ágreiningi um eignarnámsbætur og annað endurgjald, sem ákveða á samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms. Formaður nefndarinnar er Helgi Jóhannesson hrl., en varaformaður er Allan Vagn Magnússon, héraðsdómari. Aðsetur nefndarinnar er á skrifstofu formanns að Borgartúni 26, 105 Reykjavík, sími: 590 2600, fax: 5902606, e-mail: helgij@lex.is.

Úrskurðir vegna kosninga

Hér er að finna úrskurði ráðuneytisins á grundvelli laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, laga um kosningar til sveitarstjórna, laga um framboð og kjör forseta Íslands og laga um kosningar til Alþingis.

Úrskurðir innanríkisráðuneytisins á sviði útlendingamála fram til 1. janúar 2015

Hér er að finna úrskurði í málum sem kærð voru til ráðuneytisins á grundvelli laga um útlendinga fram til 1. janúar 2015 þegar kærunefnd útlendingamála tók til starfa. Um er að ræða úrskurði í málum er varða dvalarleyfi, vegabréfsáritanir, brottvísanir og frávísanir og hælismál. Úrskurðirnir eru birtir án nafna eða annarra persónugreinanlegra eða viðkvæmra upplýsinga um þá einstaklinga sem hlut eiga að máli.