Úrskurðir umhverfisráðuneytis

Mál 12070082 Mat á umhverfisáhrifum, Arnarlax ehf. - 30.11.2012

Úrskurður vegna beiðni um endurupptöku úrskurðar ráðuneytisins frá 4. júlí 2012 um að fyrirhugað eldi Arnarlax ehf. á 3000 tonnum af laxi í Arnarfirði skyldi háð mati á umhverfisáhrifum.

Mál 10120222 útgáfa starfsleyfis, Ölgerð Egils Skallagrímssonar - 7.8.2012

Úrskurður um kæru frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 4. nóvember 2010 um útgáfu starfsleyfis dags. 3. desember 2010 til handa Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum.

Mál 11100119 Mat á umhverfisáhrifum, natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga. - 7.8.2012

Úrskurður um stjórnsýslukæru frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 19. september 2011 þess efnis að fyrirhuguð natríumklóratverksmiðja Kemira á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Mál 11100049 - 11.7.2012

Úrskurður um kæru vegna útgáfu Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis á starfsleyfi til Hvamms ehf., dags. 28. september 2011, til að starfrækja eggja- og kjúklingabú samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Mál 11040116 - 11.7.2012

Úrskurður vegna stjórnsýslukæru frá Fjarðalaxi ehf., Jónatan Þórðarsyni, Höskuldi Steinarssyni og Arnóri Björnssyni vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 20. apríl 2011 þess efnis að fyrirhuguð 3.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum Arnarlax ehf. í Arnarfirði væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

11070080 - 5.3.2012

Úrskurður vegna stjórnsýslukæra frá Solveigu K. Jónsdóttur og Hvalfjarðarsveit vegna útgáfu Heilbrigðisnefndar Vesturlands á starfsleyfi fyrir svínabú Stjörnugríss hf.