Eldri úrskurðir og álit úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðs­aðgerða

Mál nr. 16/2012 - 18.12.2012

 

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 2/2012 - 18.12.2012

Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Kærandi lagið fyrst fram læknisvottorð eftir að hún hafnaði atvinnutilboðinu og tók ekki fram í umsókn um atvinnuleysisbætur að hún stríddi við skerta vinnufærni. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.

Mál nr. 185/2011 - 18.12.2012

Kæranda var synjað um 60% atvinnuleysisbætur þar sem hann taldist vera sjálfstætt starfandi einstaklingur í 40% starfshlutfalli í skilningi b-liðar 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og samkvæmt f- og g-liðum 18. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þarf sjálfstætt starfandi einstaklingur að hafa stöðvað rekstur og lagt fram staðfestingu á stöðvun reksturs til að geta átt rétt á slíkum bótum.

Mál nr. 146/2011 - 5.12.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að bótaréttur A væri 53% var felld úr gildi og vísað til löglegrar meðferðar Vinnumálastofnunar. Talið var að Vinnumálastofnun hafi við töku ákvörðunarinnar brotið á rannsóknareglu stjórnsýslulaga, sbr. 10. gr. þeirra laga.

Mál nr. 164/2011 - 5.12.2012

Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.

Mál nr. 172/2011 - 5.12.2012

Kærandi kveðst hafa hætt námi af fjárhagslegum ástæðum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þær ástæður séu ekki gildar í skilningi 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og ber því að láta kæranda sæta tveggja mánaða biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysistrygginga. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 173/2011 - 5.12.2012

Með hliðsjón af 3. mgr. 9. gr., c-liðar 1. mgr. 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi hafi ekki átt rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta á því tímabili sem hún var stödd erlendis og að fella skuli niður bótarétt hennar í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar sbr. 22. gr. laga nr. 134/2009 og 3. gr. laga nr. 153/2010, staðfest. Þá var einnig staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti að endurgreiða þær atvinnuleysisbætur sem hún þáði á þeim tíma, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 178/2011 - 5.12.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009, var felld úr gildi. Ekki var talið að um hafi verið að ræða ráðningarsamband á milli kæranda og vinnuveitanda hennar eftir að fæðingarorlofi hennar lauk.

Mál nr. 179/2011 - 5.12.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 58. gr., og 1.  mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest þar sem kærandi hafnaði þátttöku á námskeiði á vegum Vinnumálastofnunar og kærandi hafði ekki upplýst fyrirfram um skerta vinnufærni sína eins og honum bar að gera.

Mál nr. 184/2011 - 5.12.2012

Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest og í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda einnig gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.

Mál nr. 161/2011 - 13.11.2012

Mál þetta varðar 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi var staddur erlendis en hann tilkynnti Vinnumálastofnun ekki fyrirfram að hann yrði ekki staddur á landinu á tilteknu tímabili. Hin kærða ákvörðun um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði var staðfest. Að auki bar kæranda að endurgreiða þær atvinnuleysisbætur sem hann þáði á meðan hann var staddur erlendis og uppfyllti ekki skilyrði um greiðslu atvinnuleysistrygginga, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 116/2011 - 13.11.2012

Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.

Mál nr. 151/2011 - 13.11.2012

Mál þetta varðar 57. gr. sbr. einnig 3. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlæti höfnun hennar á umræddu atvinnutilboði og var ákvörðun Vinnumálastofnunar staðfest. Þar sem kærandi hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar var einnig staðfest að ítrekunaráhrif, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, ætti við.

Mál nr. 162/2011 - 13.11.2012

Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. og 4. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda í tvo mánuði er því staðfest.

 

Mál nr. 165/2011 - 13.11.2012

Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, enda hafði kærandi hvorki gert grein fyrir skertri vinnufærni sinni í umsókn um atvinnuleysisbætur né lagt fram nein gögn þess efnis. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar var því staðfest.

Mál nr. 166/2011 - 13.11.2012

Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu voru ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Um ítrekun var að ræða þar sem kærandi hafði áður hætt í starfi án gildra ástæðna, sbr. 56. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í þrjá mánuði var staðfest.

Mál nr. 176/2011 - 13.11.2012

Ákvörðunin Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 57. og 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði sem ella hefðu verið greiddar atvinnuleysisbætur fyrir var staðfest. Kærandi hafnaði atvinnu eftir að hafa mætt einn vinnudag.

 

Mál nr. 158/2011 - 6.11.2012

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 152/2011 - 6.11.2012

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf á sama tíma og hann þáði greiðslur atvinnuleysisbóta. Atvik málsins voru talin sambærileg þeim sem lokið var með úrskurði í málum nr. 135/2011 og 140/2011. Atvik málsins voru ekki talin nægjanlega upplýst og talið að Vinnumálastofnun hafi brotið rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sbr. 10. gr. laganna, þegar hin kærða ákvörðun, skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, var tekin. Fallist var á kröfur kæranda í málinu og hin kærða ákvörðun felld úr gildi.

Mál nr. 3/2012 - 6.11.2012

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 9/2012 - 6.11.2012

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 42/2012 - 6.11.2012

Í eftirlitsferð fulltrúa aðila vinnumarkaðarins var komið að kæranda við störf hjá fyrirtæki á meðan hann þáði atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 23. gr. laga nr. 134/2009 sbr. og 4. gr. laga nr. 103/2011, og 35. gr. a laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Þá var einnig staðfest að kæranda bæri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 153/2011 - 6.11.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um  að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði, sbr. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og 35. gr. a sömu laga, var staðfest. Í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda einnig gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.

Mál nr. 157/2011 - 23.10.2012

Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest og í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda einnig gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.

Mál nr. 148/2011 - 23.10.2012

Samkvæmt staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra hafði hvorki verið greitt tryggingagjald né laun vegna starfa kæranda. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á bótarétti A var því staðfest.

Mál nr. 145/2011 - 23.10.2012

Málið lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest og kæranda ennfremur gert að endurgreiða ofgreiddar bætur ásamt 15% álagi, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 144/2011 - 23.10.2012

Kærð var sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að fella niður bótarétt kæranda vegna höfnunar hans á atvinnutilboði skv. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 154/2011 - 16.10.2012

Málið varðar 59. sbr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Kærandi krafðist þess m.a. að tal um svik af sinni hálfu yrði dregið til baka og viðurkennt að hún hafi komið fram í málinu eins og vænta hefði mátt miðað við þær upplýsingar sem hún hafi fengið. Hin kærða ákvörðun var staðfest og kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.

Mál nr. 159/2011 - 2.10.2012

Mál þetta varðar 1. mgr. 59. gr. sbr. einnig 1. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggignar.

Kærandi var staddur erlendis en hann tilkynnti Vinnumálastofnun ekki fyrirfram að hann yrði ekki staddur á landinu á tilteknu tímabili. Kærandi hefur fært fram þau rök að hann hafi fengið rangar leiðbeiningar í símtali sínu við Vinnumálastofnun. Honum hafi verið tjáð að hann þyrfti einungis að tilkynna um ferðina með rafrænni skráningu á atvinnuleit þegar hann væri tilbúinn til vinnu á ný. Hafi hann farið eftir þeim leiðbeiningum.

Veittar eru upplýsingar á kynningarfundum Vinnumálastofnunar, meðal annars með afhendingu bæklinga. Einnig verður til þess að líta að tíðkanlegt er að launþegar upplýsi vinnuveitendur sínar um fjarvistir vegna dvalar erlendis en réttarsamband atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar er um sumt eðlislíkt því sem er á milli launþega og vinnuveitanda. Þessu til viðbótar hafa um nokkurt skeið verið veittar upplýsingar um réttindi og skyldur atvinnuleitenda á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Þar sem kærandi hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar sætir hann ítrekunaráhrifum, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

 

 

Mál nr. 155/2011 - 25.9.2012

Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.

Mál nr. 141/2011 - 25.9.2012

Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, enda lá hvorki fyrir læknisvottorð þegar Vinnumálastofnun tók ákvörðun í máli þessu né var það tekið fram í umsókn um atvinnuleysisbætur að kærandi stríddi við skerta vinnufærni. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.

Mál nr. 139/2011 - 25.9.2012

Kærandi stofnaði VSK-númer og hóf eigin rekstur og var starfandi sem sjálfstætt starfandi einstaklingur á sama tíma og hann þáði atvinnuleysisbætur. Samkvæmt f- og g-lið 1. mgr. 18. gr. laga um atvinnuleysistryggingar átti kærandi ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta.

Kærandi kvaðst hafa fengið þau ráð hjá Vinnumálastofnun að opna VSK-númer og ef hann fengi tekjur af starfseminni ætti hann að tilkynna þær á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Engum gögnum er til að dreifa sem staðfesta þessa frásögn kæranda, til dæmis er ekkert skráð um þetta atriði í samskiptasögu Vinnumálastofnunar. Óvarlegt þótti að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að kærandi hafi fengið rangar leiðbeiningar Vinnumálastofnunar sem síðan urðu til þess að kærandi hóf eigin atvinnurekstur. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.

Mál nr. 132/2011 - 25.9.2012

Kærandi tók þátt í vinnumarkaðsaðgerð með því að gera samning við Vinnumálastofnun um þróun eigin viðskiptahugmyndar í samræmi við 7. gr. reglugerðar um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki, nr. 12/2009.

Kærandi vann áfram að rekstri fyrirtækisins eftir að samningur um þróun eigin viðskiptahugmyndar hafði runnið út án þess að tilkynna það til Vinnumálastofnunar eins og henni bar að gera skv. 3. mgr. 9. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr., laga um atvinnuleysistryggingar. Þá gat kærandi ekki talist í virkri atvinnuleit skv. 13. og 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þar sem hún vann við fyrirtæki sitt.

Kæranda var gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur að viðbættu 15% álagi skv. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 105/2011 - 14.5.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda ekki fullar atvinnuleysisbætur fyrr en að loknum 39 virkum dögum frá umsóknardegi var staðfest með vísan til 4. mgr. 51. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi ekki uppfyllt skilyrði laganna á þeim tíma er hún sótti um bæturnar þar sem hún hafði fengið greidda 39 orlofsdaga við starfslok.

Mál nr. 104/2011 - 14.5.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar er staðfest þar sem kærandi brást skyldum sínum með því að tilkynna ekki um fjarveru sína á námskeiði stofnunarinnar.

Mál nr. 102/2011 - 14.5.2012

Staðfestar voru ákvarðanir Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og um að kærandi skuli endurgreiða stofnuninni ofgreiddar atvinnuleysisbætur auk 15% álags.

Mál nr. 106/2011 - 14.5.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og endurgreiðslu atvinnuleysisbóta skv. 2. mgr. 39. gr. sömu laga var staðfest.

Mál nr. 134/2011 - 14.5.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest sem og sú ákvörðun stofnunarinnar að kæranda bæri að endurgreiða atvinnuleysisbætur skv. 2. mgr. 39. gr. laganna.

Mál nr. 95/2011 - 14.5.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bóta með vísan til starfsloka kæranda á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistrygginga var staðfest.

Mál nr. 130/2011 - 24.4.2012

Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um niðurfellingu atvinnuleysisbóta kæranda í samtals fimm mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eru staðfestar.

Mál nr. 122/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að réttur kæranda til tekjutengdra atvinnuleysisbóta hafi verið fullnýttur var staðfest með vísan til 29. og 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi farið aftur inn í kerfið eftir skemmri tíma en 24 mánuði á vinnumarkaði.

Mál nr. 121/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í þrjá mánuði var staðfest með vísan til 3. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Auk þess var kærandi látinn sæta ítrekunaráhrifum, sbr. 61. gr. laganna, þar sem hún hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laganna.

Mál nr. 120/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda gætti kærandi ekki að skyldu sinni að láta stofnunina vita um breytingar á högum hans þegar hann varð fyrir slysi og fékk greiddar tryggingabætur í kjölfarið. Þá kvað úrskurðarnefndin á um að ofgreiddum atvinnuleysisbótum skyldi skuldajafnað við síðar tilkomnar greiðslur atvinnuleysisbóta.

Mál nr. 90/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar því ástæður hennar fyrir námslokum voru ekki taldar gildar.

Mál nr. 97/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest, enda í ljós leitt að kærandi var starfandi á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann þáði atvinnuleysisbætur og upplýsti ekki um að atvinnuleit hans hafi verið hætt. Komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að með háttsemi sinni hafi kærandi brotið gegn 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 86/2011 - 24.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest skv. 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnutryggingar, enda hafði kærandi ekki upplýst stofnunina um skerta vinnufærni eins og honum bar að gera.

Mál nr. 77/2011 - 4.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga skv. 1. og 2. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var felld úr gildi með vísan til þess að nám kæranda hafi verið innan þeirra marka sem heimilt er samkvæmt ákvæði 2. mgr. 52. gr. laganna.

Mál nr. 81/2011 - 4.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest.

Auk þess skuli kærandi endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur að upphæð 100.724 kr. skv. 3. málsl. 60. gr. laganna og 1. málsl. 2. mgr. 39. gr.

Mál nr. 96/2011 - 4.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði og endurgreiðslu atvinnuleysisbóta var staðfest skv. 1. mgr. 59. gr. og 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, en kærandi hafi haldið af landi brott án þess að láta stofnunina vita af því samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur.

Mál nr. 98/2011 - 4.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á umsókn um atvinnuleysisbætur var staðfest með vísan til 15. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.

Mál nr. 163/2011 - 4.4.2012

Hrundið var ákvörðun Vinnumálastofnunar, sem tekin var á grundvelli 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, þess efnis að kærandi skyldi ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hún hefði starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði, enda þáði hún ekki laun fyrir vinnu sem hún innti af hendi einn dag á útihátíð.

Mál nr. 87/2011 - 4.4.2012

Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.

Mál nr. 85/2011 - 4.4.2012

Kæran barst að liðnum kærufresti og var vísað frá.

Mál nr. 83/2011 - 4.4.2012

Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á greiðslu atvinnuleysisbóta til kæranda með vísan til 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest.

Mál nr. 76/2011 - 16.3.2012

Kærandi sótti að nýju um atvinnuleysisbætur og kom þá inn á sama bótatímabil skv. 3. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 33/2011 - 2.3.2012

Vinnumálastofnun hafnaði umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem umbeðin vottorð vinnuveitenda bárust ekki og því hafi ekki verið ljóst hvort 1. gr., 1. mgr. 9. gr. og a-liður 1. mgr. 13. gr., sbr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um skilyrði fyrir atvinnuleysistryggingum og virka atvinnuleit væru uppfyllt. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 31/2011 - 2.3.2012

Vinnumálastofnun samþykkti umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur, en með vísan til námsloka kæranda var réttur hans til atvinnuleysisbóta felldur niður í tvo mánuði sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir, með vísan til 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 77/2010 - 2.3.2012

Mál þetta varðar bráðabirgðaákvæði VI með lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Með ákvörðun meirihluta úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða var hinni kærðu ákvörðun hrundið. Með ákvörðun minni hluta nefndarinnar var hin kærða ákvörðun staðfest.

Mál nr. 30/2011 - 2.3.2012

Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar varðandi það að hafna þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 39/2011 - 2.3.2012

Vinnumálastofnun samþykkti umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur en með vísan til starfsloka var réttur hans til atvinnuleysisbóta felldur niður í tvo mánuði sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir skv. 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða staðfesti ákvörðunina.

Mál nr. 36/2011 - 2.3.2012

Mál þetta varðar kröfu kæranda um leiðréttingar á útreikningum tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslu atvinnuleysisbóta fyrir tiltekið tímabil en þá fórst fyrir hjá honum að staðfesta atvinnuleit sína og loks óskar kærandi leiðréttingar á skerðingu þeirri sem lífeyrissjóðsgreiðslur til hans hafa valdið á atvinnuleysisbótum hans. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 34/2011 - 2.3.2012

Úrskurðarnefndin taldi að annmarkar hefðu verið á meðferð málsins hjá Vinnumálastofnun áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Leiðbeiningar sem kæranda voru veittar voru ekki fullnægjandi, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Rannsókn málsins var ábótavant, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Ákvörðunin var ekki tilkynnt kæranda með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af því leiddi að andmælaréttur kæranda var ekki virtur með fullnægjandi hætti, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Hin kærða ákvörðun var því ómerkt og Vinnumálastofnun gert að taka málið fyrir nýju.

Mál nr. 26/2011 - 16.2.2012

Kærandi sótti að nýju um atvinnuleysisbætur í janúar 2011 og kom þá inn á sama bótatímabil skv. 3. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 24/2011 - 16.2.2012

Vinna kæranda á ávinnslutímabili bótaréttar náði ekki því lágmarki sem kveðið er á um í 19. gr., sbr. 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 23/2011 - 16.2.2012

Vinna kæranda á ávinnslutímabili bótaréttar náði ekki því lágmarki sem kveðið er á um í 19. gr., sbr. 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 22/2011 - 16.2.2012

Skilyrði þess að fá greiddar atvinnuleysisbætur er að fyrir liggi umsókn kæranda þar að lútandi skv. 1. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekki lá fyrir umsókn frá kæranda fyrr en 8. nóvember 2010 og þótti því nauðsyn bera til að staðfesta hina kærðu ákvörðun þess efnis að hann ætti ekki rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta á tímabilinu frá 1. nóvember til 7. nóvember 2010.

Mál nr. 21/2011 - 2.2.2012

Vinnumálastofnun krefur kæranda um ofgreiddar atvinnuleysisbætur, en gerir ekki kröfu um greiðslu 15% álags enda má rekja ástæður máls þessa til mistaka hjá Vinnumálastofnun. Krafa stofnunarinnar er reist á 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi taldi endurkröfu Vinnumálastofnunar ekki eiga sér stoð í lögum þar eð stofnunin hafi gert mistök við meðferð málsins og kærandi hafi í góðri trú tekið á móti greiðslu atvinnuleysisbóta. Á þessar málsástæður kæranda féllst úrskurðarnefndin ekki.

Mál nr. 6/2011 - 2.2.2012

Mál þetta varðar 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 vegna náms kæranda og 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar um endurgreiðslu atvinnuleysisbóta.

Mál nr. 202/2010 - 2.2.2012

Við töku ákvörðunar Vinnumálastofnunar var brotið á rannsóknareglunni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ekkert í gögnum málsins gefur til kynna að Vinnumálastofnun hafi gefið kæranda kost á því að andmæla hinni fyrirhugaðu ákvörðun áður en hún var tekin þrátt fyrir að ákvörðunin væri óhjákvæmilega íþyngjandi fyrir kæranda. Úrskurðarnefndin taldi að um væri að ræða brot á andmælareglunni, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.

Mál nr. 179/2010 - 2.2.2012

Mál þetta lýtur að túlkun á c-lið 3. gr., 5. mgr. 14. gr. og 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á umsókn um greiðslu atvinnuleysistrygginga var hrundið. Kærandi á rétt til atvinnuleysisbóta frá lokum vorannar 2010 að öðrum skilyrðum laganna uppfylltum.

Mál nr. 75/2011 - 2.2.2012

Mál þetta varðar 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 og var hin kærða ákvörðun staðfest.

Mál nr. 67/2011 - 2.2.2012

Mál þetta snýr að 39. og 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.

Mál nr. 66/2011 - 2.2.2012

Úrskurðarnefndin taldi Vinnumálastofnun hafa brotið á rannsóknareglunni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 við meðferð máls þessa. Ennfremur var kæranda ekki gefinn kostur á að andmæla hinni fyrirhugaðu ákvörðun áður en hún var tekin þrátt fyrir að ákvörðunin væri óhjákvæmilega íþyngjandi fyrir kæranda, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi.

Mál nr. 93/2011 - 18.1.2012

Vinnumálastofnun bar að leiðbeina kæranda um að hann gæti átt rétt til að gerður yrði við hann námssamningur skv. 5. mgr. reglugerðar nr. 12/2009 þegar stofnuninni var ljóst að hann félli ekki undir auglýst skilyrði átaks sem farið var í vorið 2011. Þetta gerði Vinnumálastofnun ekki þrátt fyrir skyldu sína skv. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Vinnumálastofnun gætti ekki meðalhófsreglu sömu laga í 12. gr. Á grundvelli þess var hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Vinnumálastofnun að taka beiðni kæranda fyrir að nýju.